top of page

Rannsóknarspurning og upphaf

Þar sem að mig langar að vera sálfræðingur í framtíðinni fannst mér viðeigandi að láta lokaverkefnið mitt tengjast sálfræði á einhvern hátt. Ég hef alltaf haft áhuga á sálfræði vegna þess að ég er ein af þeim manneskjum sem vill skilja hvernig allt og allir virka. Hvernig við hugsum, af hverju við hugsum, um hvað við hugsum og hvers vegna við hugsum um það. Þess vegna vildi ég taka að mér eitthvert verkefni sem mér fannst dularfullt og eitthvað sem ég vissi að ég þyrfti að lesa mig nokkuð mikið til um. Þá fór ég beinustu leið inn á bókasafn skólans og sökkti mér í bókahillurnar. Þar fann ég nokkrar bækur sem fjölluðu um yfirnáttúrulega hluti og þá fann ég efni um drauma og draumaráðningar. Þá fannst mér ég hafa hitt beint í mark. Frá draumum þróaði ég hugmyndina út í svefn líka og þaðan út í dáleiðslu. Mér fannst þetta allt gríðarlega spennandi og áhugavert og ég gat ekki beðið eftir að byrja. En þá átti ég ennþá eftir að tengja efnið við sálfræði og búa til rannsóknarspurningu. Spurningin var nú auðvitað beint fyrir framan nefið á mér, en hún er: „Hvernig tengjast skýrdraumar, svefn og dáleiðsla sálfræði?“ Einnig má nefna nokkrar undirflokks spurningar líkt og „Hvað eru svefntruflanir og þjást margir af þeim?“, „Hver er megin ástæða þess að fólk þjáist af svefntruflunum?“, „Hvernig er hægt að skýrdreyma og er það algengt?“ Svo settist ég niður við tölvuna og byrjaði að lesa.

Laugalækjarskóli

Maí-júní 2016

Lokaverkefni

bottom of page